Spurt og svarað

Hvað eru skjágleraugu?

Mikil skjánotkun getur haft afleiðingar á borð við hausverk, augnþreytu og svefntruflanir. Skjáir senda frá sér blágeisla sem hægja á framleiðslu melatóníns í líkamanum, hormóns sem m.a. gefur líkamanum boð um hvenær sé kominn tími á svefn.

Skjágleraugu eru með blágeislavörn og koma þannig í veg fyrir að blágeislar berast í augun. Þannig stuðla skjágleraugu að heilbrigðri framleiðslu melatóníns, bættum svefni og koma í veg fyrir óþægindi á borð við hausverk og pirring í augum.

Skjágleraugu hafa í daglegu tali einnig verið kölluð tölvugleraugu, blue light gleraugu og gleraugu með blágeislavörn.

Bjóðið þið upp á gleraugu með styrk?

Á síðunni er hægt að kaupa lesgleraugu og gleraugu án styrks.

Við bendum hins vegar áhugasömum á netverslunina MARTINIEYEWEAR.IS þar sem hægt er að kaupa allar gerðir gleraugna með styrk, allt frá lesgleraugum yfir í tvískipt gleraugu.

Hvað tekur langan tíma að fá gleraugu afhent?

Við reynum að senda út pantanir næsta virka dag og eru allar pantanir sendar í gegnum DROPP.

Við eigum hins vegar engin lesgleraugu á lager, og þau þarf að panta sérstaklega. Afhending á lesgleraugum gæti því tekið allt að 4 vikur

Bjóðið þið upp á afslætti?

Við reynum að bjóða sem minnst upp á aflætti og höfum í staðinn lág verð allan ársins hring. Við höfum þó tekið þátt í helstu afsláttardögum á borð við black friday og cyper monday.

Háskólafólki býðst hins vegar 20% afslátt í gegnum stúdentafélögin.

Eruð þið með verslun?

Eins og staðan er núna þá rekum við eingöngu netverlslun, þannig getum við haldið verðum í lágmarki.

Hvernig get ég haft samband?

Þú getur haft samband við okkur í gegnum netfangið info@bluelight.is eða í gegnum samfélagsmiðla okkar.

Hvaða merki eruð þið að selja?

Við seljum umgjarðir frá vörumerkinu Martini Eyewear.

Umgjarðirnar eru vandaðar en á viðráðanlegu verði og falla því vel að markmiðum okkar, að bjóða flott og vönduð skjágleraugu á viðráðanlegu verði!

Þarf ég skjágleraugu?